Lydia y clodomira
Ferðbúnar vinkonur, með riffla sér um öxl,
standa í skugga pálmans
Önnur með fegurðarblett, hin með hrafnsvart hár;
í vinjum Sierra Maestra
Tilbúnar að gefa líf sitt en um leið að taka líf
er þær leggja af stað í hættuför; framtíðin er óvís
og það hann hræðist
Yfir víglínuna þær skjótast óséðar sem vindurinn
Þær bera boðin og með sér von um betra líf
Þær sofa undir berum himni,
hengirúmum í;
undir svörtum pálma
Í búðunum lagt er á ráðin og orðinu útvarpað
Að frelsa bændur landsins er markmiðið göfuga
en að hetjunni læðist grunur
Í sefinu greinist hreyfing í systranna hinstu för
Óvarfærni félagans varð þeim dómurinn;
í lundi svartra pálma
Fyrir veraldlegum vopnum féllu þennan bjarta dag
lögðust til hinstu hvílu, saman hlið við hlið;
huldar laufum pálmans
Vestur í bæ
Þær búa á Melunum og éta gras
Kettirnir fylgjast bara með
Þær valsa um göturnar með eigið fas;
í þær þorir enginn heilvita
Þær standa saman á Högunum
og þó þær týnist af og til
og lendi í ýmsum hremmingum,
þær finna öruggt skjól á Melunum
Við fyrsta sólargeisla fara á stjá;
roggnar vappa um garðana
Þær gefa lítið fyrir ys og þys;
í rólegheitum hver aðra heimsækja
Þær þræða Ægissíðuna
og stundum kíkja í bílskúra;
að kanna stemninguna þar
og stundum Vesturbæjarlaugina
Í Vesturbænum búa og ybba gogg;
ýmist þar, hér eða uppi í tré
Úti dvelja allan ársins hring;
þá gildir einu hvernig veðrið er
Þær eru vinkonur með klær
og af mismunandi litablæ
Þó sameiginlegt eiga að
þær eru Vesturbæjarhænurnar
Saga frá Maine
Í afskekktri sveit þar sem tíminn ei líður,
á fögrum akri hún býr norður í Maine
Þar sem öldur vindsins um landslagið græna líða,
í sólblómabreiðum hún hvílist á sinni leið
Hún biður ekki um hjálp
Hún biður ekki um hjálp
Hún heldur áfram
Hún biður ekki um hjálp
Á býlinu býr með bróður sínum;
viðheldur tengslum sínum við náttúruna
Umkringd dýrunum sínum hún einskis saknar;
innblástur finnur við lækinn í lítilli lægð
Hún biður ekki um hjálp
Hún biður ekki um hjálp
Hún reynir aftur
Hún biður ekki um hjálp
Nútíma tækni ei notar á ferðum sínum
Hún fæturna dregur; af handafli fer sína leið
Athygli gestsins vakti; sem skapaði verkið
Hún lítur til baka og ánægju finnur í því
Hún biður ekki um hjálp
Hún biður ekki um hjálp
Hún kemur aftur
Hún biður ekki um hjálp